Einn viðburðaríkan laugardag fóru skrítnir hlutir að gerast...
Það vildi svo til að það var eimitt átta vikna afmælið mitt og systkyna minna.
Það kom mikið af fólki í heimsókn, sem svo oft áður að skoða okkur systkynin. Nema þessi dagur var öðruvísi enn áður. Í dag námu sumir gestana eitt og eitt af syskynum mínum á brott! Ekki nóg með það daginn eftir á sunnudag hélt þetta áfram nema þá var ég alein eftir! Auðvitað var ósköp gott að hafa mömmu útaf fyrir sig en aftur á móti eru svona mömmur ekkert mikið fyrir að leika sér og ærslast, þannig að mér fór fjótt að leiðast :(
Manneskjurnar mömmu höfðu alltaf sagt að ég væri ofvirkust af systkynunum og þótti mér ósköp vænt um það hrós. Dagarnir liðu og liðu, lengi, lengi var leiðinlegt þangað til að loksins gerðist eitthvað! Það var komin miðvikudagur og ein konan sem nam bróðir minn á brott kom aftur! Ég var að vonast til að hún myndi skila mér leikfélaganum mínum en svo var ekki. Hún kom í fylgd annarar konu og í þetta sinn tóku þær mig með. Ég var rosa hissa þegar ég áttaði mig á hvað var að gerast, sárt að skilja aumingja mömmu eftir aleina. En vissi samt að henni myndi líða rosalega vel, því það er svo gott að vera heima þó það sé leiðinlegt. Þá fór ég að velta fyrir mér hvert í ósköpunum fara þær með mig? Hvað í ósköpun gera þær við mig? Hvað ætli þær hafi gert við bróðir minn og leikfélaga? Ég var pínu stúrin og hrædd. En í því fóru konurnar með mig í dótabúð með alskonar spennandi lyktum, ég vissi ekki hvert ég ætlaði og allt þetta nammi! Öll þessi dýr!!! Vá!!!
Konurnar töluðu við enn eina konu og ég verð að segja það að ég var nú eiginlega búin að fá mig fullsadda af ókunnugum! En þessi kona virtist vinna þarna, hún hjálpaði þeim að velja fallegt rautt band sem sett var um hálsinn á mér, þá hætti það að vera fallegt og breyttist í mjög pirrandi band. Skrítið hvað hlutirnir geta breyst á augabragði! Búðarkonan spjallaði lengi við þær og spurði mikið útí mig. Hún endaði á að segja þeim hvað ég væri óskaplega falleg og hve heppnar þær væru að eiga svona þægan og góðan hvolp. Þær sögðu, hún virkar þæg núna, en hún er svaka orkubolti.
En þessi spennandi miðvikudagur var alls ekki búinn, ónei! Næst, fór ég í alveg nýtt hús og þar var alveg hellings að ske.:D
Mest spennandi þótti mér litlu skrítnu, loðnu, ferfætlingarnir, því þeir voru eimitt í minni stærð :D. Þeir höfðu engan áhuga á að leika, nei barasta alls engan, sama hvað ég reyndi. Þeir bara lömdu mig í framan og kvæstu á mig! Í fyrstu taldi öruggt að geðvonska þeirra stafaði af þessu skringlega klestu andlitum en ég veit betur í dag, þessi ferfætlingar sem kalla sig kisur eru bara ekkert til í að leika :(
Þarna í nýja húsinu voru líka svona litlar manneskjur sem vildu leika sem betur fer, það eina var að konan og maðurinn öskruðu alltaf á mig þegar ég lék á móti, svo það endaði eiginlega bara með að ég sat meðan þau tosuðu og klipu mig, mér fanst það asnó leikur. Konan og maðurinn voru heldur ekkert hrifin af því þegar ég pissaði og kúkaði, rosalega skrítið, ég meina hvað átti ég að gera? þetta varð að koma út!
Dagarnir liðu fjótt, enda nóg að gera :D bróðir minn kom nokkru sinnum í heimsók og ég heimsótti hann :) áður enn ég vissi af var kominn mánudagur!
Þetta var mjög undarlegur mánudagur því nú kom manneskjan bróður míns og nam mig á brott frá nýja húsinu og manneskjunum mínum :( ég fór að velta fyrir mér hvað væri málið með hana? Alltaf að dröslast eitthvað með mann!
Viti menn þá var hún bara að fara með mig í dótabúðina aftur, en góð, en ég heppin :D
Búðar konan byrjaði á að taka mig og knúsa mig og segja mér hvað ég væri nú sæt og mikil prinsessa, ég velti fyrir mér hvað væri nú málið með hana? Ekki eins og ég hafi hitt hana oft! Búðar konan setti mig niður svo ég gæti skoðað mig um sem var mjög gaman, fékk það sko ekki síðast sko. Eftir mikið skoð og hnus og vesen áttaði ég mig á því að manneskja bróður míns var farin! Þarna stóð búðar kvendið og starði á mig! Jii ætli hún hafi gleymt mér? Ég fór til búðar kvensunnar og vældi svo hún skildi nú örugglega að þetta var há alvarlegt mál, mér hafði verið GLEYMT! Konan brást mjög skringilega við, tók mig upp settist með mig og byrjaði að strjúka mér, ég fann hvað ég var nú orðin lúin eftir allt ferðalagið í dótabúðina, enda var svo kyrrlátt þarna, gott að láta strjúka sér og litlar líkur á að litlar manneskjur myndu vekja mig...
Ég byrjaði að dotta, ahh hvað þetta er gott hugsaði ég, ahh hún er nú ekki sem verst þessi búðarkona... ahh já aðeins lengra til vinstri... mér var svo hlýtt, það var svo rólegt og gott að liggja þarna í kjöltunni á henni... skildi? Gæti verið? Ætli ég sé komin heim?
|