Úff í dag var hrikalega erfiður dagur!
Vaknaði allt of snemma af því að mamma gat ekki sofið, og ef mamma sefur ekki þá sef ég ekki svo einfalt er það. Svo við knúsuðumst í sófanum og horfðum á nýja stílinn keisarans á dvd. Þá loksins vaknaði pabbi til að fara í vinnuna. Ég ályktaði náttúrulega að þá yrði gaman enn nei hey! Mamma fór bara eitthvað að sinna pabba og borða morgun mat með honum og gleymdi náttúrulega mikilvægasta hlutnum í heiminum! MÉR!
Þegar pabbi loksins drattaðist að stað í vinnuna vissi ég að minn tími var kominn!!!
Nú er göngutúrs tími vúúhúú.
En í staðin fyrir að gera sig klára fyrir göngutúr um Reynisvatn lokar mamma sig bara inn á klósett og leikur sér að framleiða undarleg hljóð ofan í klósett skálina. Þegar hún kemur loksins fram tautar hún eitthvað um að hún hefði ekki átt að reyna að borða! COME ON! Eins og það sé mitt vandamál, göngutúrinn minn hérna!!!
Því næst hleypir hún mér út að pissa sem er alveg gott og blessað nema ég skil ekki afhverju í ósköpunum get ég ekki bara gert það um leið og við förum út að labba?
Undarlegar þessar mömmur stundum. Jæja ég læt það nú eftir henni og spræni út í garði, maður verður nú stundum að láta sig.
En svo er hún alveg búin að tapa sér kellingin! Gefur mér að BORÐA!!! Af öllu!!! Hún veit fullvel að við borðum ekki á þessu heimili fyrr en eftir göngutúrinn!
Held barasta að ég verði að auglýsa í Sám eftir nýrri mömmu þetta gengur sko ekki.
Þegar ég hélt að nú væri komið nóg fer hún bara inn og leggur sig! Til hvers var hún að vakna í nótt? Til að fara að sofa á göngutúrstíma?
Og þarna liggur hún allan daginn, við förum ekkert í vinnuna, engan göngutúr allt ómuglegt!
Mamma leyfði mér nú að kúra upp í hjá sér svo henni var fyrirgefið smá, en mikið fór það í taugarnar á mér þegar hún stökk skyndilega á fætur til að öskra í klósettið annað veifið. Svona var allur dagurinn hreint ömurlegur!
Það var ekki fyrr enn pabbi kom heim að hlutirnir skánuðu aðeins því hann rölti með mig einn hring um hverfið.
|