Halló ég heiti Njála Rós Andersen, eða bara Njála :)
Ég er lítil tík og bý í Árbæ í Reykjavík. Ég fæddist 17.Maí 2003.
Ég er blendingur, mamma er ekki alveg með það á hreinu hvernig blanda ég er, en henni þykir alveg jafn vænt um mig fyrir vikið. Hunda mamman mín er með stuttar fætur (eins og langhundur). Búkurinn hennar er mjög breiður og vöðvamikill. Litirnir í henni minna sem mest á Jack Russel terrier, mest hvítur með brúnum og svörtum flekkjum. Hunda pabbinn minn á að vera púdel terrier blendingur, pínku lítill naggur ;). Sem skýrir útlit þriggja systkyna minna, lágvaxin, breið með dökkann krullaðan feld. Hins vegar er ég og tvö systkyna minna há fætt og með ljósan stuttan feld.
Pabbi minn vinnur hjá Össur, reyndar hef ég ekki hugmynd um hvað Össur er en ég og mamma keyrum honum stundum þangað. Ég vinn með mömmu í gæludýrabúð, það er rosalega gaman! Ég hitti alskonar dýr, fólk og hunda. Ég elska búðina! Mamma hefur reyndar svolitlar áhyggjur af hegðun minni í garð annara hunda sem eru að versla í búðinni, henni finnst ég vera frek allt af því gribba. En ég reyni að útskýra fyrir henni með hvolpa augunum mínum að ég vil bara að hinir hundarnir skilji að þetta er MÍN gæludýrabúð! Það besta samt við vinnuna mína er hún Jakobína. Jakabína er átta ára amazon mealy páfagaukur. Ég hef voða gaman að því að stríða henni, reyndar er það ekki alltaf sniðugt því hún klípur svo rosalega fast í nebban minn ef ég fer of nálægt :(. En ég veit hún meinar ekkert með því og held því áfram að leika við hana.
|